Skip to main content
21. apríl, 2023
11:00

Málstofan fer fram á vegum sendifulltrúa ríkisstjórnarinnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum, Montserrat Riba. 

Inés García er prófessor í þýsku við Rovira I Virgili háskóla. Hún er katalónskur  þýðandi Kormákssögu og skáldsögunnar Englar alheimsins og jafnframt fyrst Spánverja til þess að hljóta þýðingarstyrk Snorra Sturlusonar sem úthlutað er af íslenska ríkinu. 

Í málstofunni mun García fjalla um það hvað varð til þess að kveikja áhuga hennar á íslenskri tungu, ræða hvers vegna hún ákvað að þýða Kormákssögu og Engla alheimsins og segja frá sýn sinni á tengsl íslensku og katalónsku og hvernig efla megi þessi tvö fámennistungumál.  

Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun og Háskóla Íslands tekur einnig þátt í málstofunni og ræðir núverandi ástand íslenskunnar  og íslenska bókaútgáfu. 

Meritxell Risco, doktorsnemi við Háskóla Íslands, tekur einnig til máls.