Skip to main content
10. september, 2021
14:00

Föstudagur 10. september

Kl. 14:00

Stóri salurinn, Háskólabíó

Chimamanda Ngozi Adichie höfundur Við ættum öll að vera femínistar og Hálf gul sól flytur erindi í stóra salnum í Háskólabíói föstudaginn 10. september kl. 14.00. Fyrirlesturinn er á dagskrá Bókmenntahátíðar og er haldinn í samvinnu við RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum og Alþjóðlega jafnréttisskólann (GRÓ-GEST). Fundarstjóri er Irma Erlingsdóttir og hún stýrir jafnframt umræðum eftir fyrirlesturinn.

Chimamanda Ngozi Adichie er fædd og uppalin í Nígeríu en fluttist 19 ára gömul til Bandaríkjanna. Hún er margverðlaunuð fyrir skáldsögur sínar Purple Hibiscus (2003), Half of a Yellow Sun (2006) eða Hálf gul sól í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur og Americanah (2013). Hún er þekkt fyrir fyrirlestur sinn We Should All Be Feminists sem var einnig gefinn út á bókarfomi árið 2014 og kom út í íslenskri þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur undir titlinum Við ættum öll að vera femínistarDear Ijeawele, or A Feminist Manifesto in Fifteen Suggestions var gefin út árið 2017 og nýjasta bók hennar, Notes On Grief, sem fjallar um föðurmissi, er nýútkomin. Verk hennar hafa verið þýdd á yfir þrjátíu tungumál.