Skip to main content
9. september, 2021
12:00

Fimmtudagur 9. september

Kl. 12:00

Norræna húsið

Hér verður fjallað um merkingu hugtaksins heima. Viðfangsefnið verður sífellt flóknara, enda hafa aldrei í sögunni fleiri verið fjarri sínu heima.  Eða hvað? Hver er merking þess að vera heima? Er heima ákveðinn staður? Og hvað gerist þegar staðurinn sem þú kallar heimili þitt breytist, og verður gjörólíkur því sem þú hefur þekkt? 

Mao Alheimsdóttir er af pólskum uppruna en býr og starfar á Íslandi, hér hefur hún valið sitt heima. Hún hlaut nýræktarstyrk fyrir bók sína Veðurfregnir og jarðarfarir sem væntanleg er til útgáfu. Khaled Khalifa býr og starfar í Sýrlandi. Hann hefur ákveðið að halda í heimili sitt í Damaskus, þrátt fyrir að borgin og landið allt sé langt frá því að vera það heimili sem hann ólst upp á. Gauti Kristmannsson stýrir umræðum.