Skip to main content
8. september, 2021
19:30

Miðvikudagur 8. september

Kl. 19:30

Iðnó

Hér verður fjallað um merkingu listar í víðu samhengi. Rætt verður við höfundana Þórarinn Eldjárn og Ninu Wähä um hlutverk og erindi listarinnar. Þórarinn hefur í áratugi sinnt ritlist, skrifað skáldsögur og smásögur, samið ljóð og barnasögur og þýtt bókmenntaverk af ýmsu tagi. Nina Wähä sló í gegn með bókinni Ættarfylgjan, stórri fjölskyldusögu sem gerist við nyrstu landamæri Svíþjóðar. Hún er einnig söngkona hljómsveitarinnar Lacrosse. Stjórnandi umræðu er Arnar Eggert Thoroddsen.