Skip to main content
8. september, 2021
19:00

Miðvikudagur 8. september

Kl. 19:00

Iðnó

Bandaríski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Barbara Demick flytur setningarávarp Bókmenntahátíðar í Reykjavík og mun fjalla um rithöfunda sem með skrifum sínum hafa andæft stjórn alræðisríkja. Barbara Demick er margverðlaunaður bandarískur blaðamaður og rithöfundur sem er meðal annars þekkt fyrir greinar sínar um mannréttindamál og efnahags- og samfélagslegt umrót í Austur-Evrópu og Asíu. Hún stýrði Beijing-skrifstofu bandaríska stórblaðsins Los Angeles Times lengi og hafa tvær bóka hennar komið út á íslensku.