Skip to main content

Stella hefur verið framkvæmdastjóri hátíðarinnar síðan árið 2009 og situr jafnframt í stjórn hennar. Stella er menntuð í bókmenntum og ritstjórn. Hún tók þátt í verkefninu Sögueyjan, sem kynnti Ísland sem heiðursgest á bókasýningunni í Frankfurt og starfaði á Forlaginu í sex ár sem verkefnastjóri útgáfu. Hún gegndi sambærilegu starfi hjá Storytel á Íslandi í tvö ár en hefur nú gengið til liðs við Reykjavik Literary Agency.