Skip to main content

Fanney hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Bókmenntahátíð í Reykjavík frá árinu 2021. Hún gekk í Háskóla Íslands og Humboldt háskóla í Berlín og er með MA gráðu í ritstjórn og útgáfu. Fanney hefur komið víða við og meðal annars starfað sem sjálfstætt starfandi þýðandi og ritstjóri, í dagskrárgerð fyrir Rás 1 og sem framleiðandi og ritstjóri fyrir Storytel á Íslandi.