
Föstudagur 10. september
Kl. 12:00
Norræna húsið
Hvernig kvikna hugmyndirnar? Bindur formið efnið eða öfugt? Í þessu pallborði verða ýmis form skáldskapar og fræðilega skrifa rædd, hvað formin eiga sameiginlegt og hvað skilur þau að. Hvað einkennir þessi skrif höfundanna og hvar liggja mörkin á millis skáldskapar og veruleika?
Sigrún Pálsdóttir hefur skrifað bæði skáldskap og fræðirit og líka bækur sem dansa þarna á mörkunum. Helene Flood sló í gegn um heim allan með skáldsögunni Þerapistanum þar sem reynir á aðferðir sálfræðinnar og Alexander Dan skapar nýja heima og veruleika í bókum sínum. Stjórnandi umræðu er Árni Matthíasson.