Skip to main content
9. september, 2021
11:00

Fimmtudagur 9. september

Kl. 11:00

Norræna húsið

Sænski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Patrik Svensson sló í gegn um heim allan með Álabókinni sem er bæði vísindaleg greining á álnum en líka ljóðræn og falleg minningabók um einstakt samband feðga og hvernig höfundur tekst á við föðurmissi. Halla Þórlaug vakti mikla athygli fyrir bókina Þagnarbindindi, brotakennda sögu sem fjallar á hispurslausan hátt um ástarsorg, móðurmissi og móðurhlutverkið. Stjórnandi umræðu er Björn Halldórsson, höfundur bókarinnar Stol sem kom út fyrr á þessu ári, en hún fjallar einmitt um sorg og föðurmissi.