Mao Alheimsdóttir hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2021 fyrir skáldsöguna Veðurfregnir og jarðarfarir, sem er hennar fyrsta bók. Skrif hennar hafa þó áður birst á opinberum vettvangi, meðal annars í Tímariti Máls og menningar. Mao er frá Póllandi og skrifar á íslensku. Hún hefur í skrifum sínum meðal annars fjallað um eigin uppruna. Hún er starfandi listakona og hefur komið að ýmsum sviðsverkum, meðal annars Ástarbréf til Kantors og Ég kem alltaf aftur.
Mao tekur þátt í dagskrá sem heitir Heima og heiman annars vegar og hins vegar í dagskrá um sjálfsmynd Íslendinga í bókmenntum og annað sjónarhorn.