Natasha S. er rithöfundur og þýðandi íslenskra bókmennta yfir á rússnesku. Árið 2021 ritstýrði hún bókinni Pólífónía af erlendum uppruna, ljóðasafni innflytjenda á Íslandi. Nú í vor er væntanlegt safnritið Skáldreki, en Natasha er einnig einn af ritstjórum þess. Hún hefur jafnframt vakið athygli fyrir pistla og hugvekjur. Máltaka á stríðstímum er fyrsta bók hennar. Verkið er frásögn manneskju sem fylgist með stríði í heimalandi sínu úr fjarlægð. Hennar eigin þjóð, Rússar, hervæðist og ræðst inn í Úkraínu. Andstaða höfundar við stríðsreksturinn vekur margslungnar tilfinningar og spurningar sem glímt er við í bókinni. Bókin hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.
Viðburðir með Natöshu S: