Skip to main content

Monika Fagerholm

Monika Fagerholm er meðal sterkustu radda finnlands-sænskra höfunda samtímans, margverðlaunaður og firnasterkur rithöfundur. Hún steig fyrst fram í sviðsljósið með smásagnasafninu Sham árið 1987 en sneri sér svo að skáldsagnaskrifum. Nýjasta bók hennar Vem dödade bambi? er sjöunda skáldsaga hennar og fyrir hana hlaut Fagerholm Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2020. Monika Fagerholm var áður gestur Bókmenntahátíðar árið 2000.

Monika Fagerholm mun taka þátt í dagskrá um Myrkur og meinlega skugga ásamt Gerði Kristnýju og Helene Flood.