Hannah Kent er ástralskur rithöfundur með sterka Íslandstengingu. Hún dvaldi hér á landi á unglingsárum og heillaðist þá meðal annars af frásögninni af síðustu aftökunni á Íslandi. Seinna varð sú frásögn innblástur að fyrstu skáldsögu hennar, bókinni Náðarstund (Burial Rites) sem sló í gegn á heimsvísu. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar árið 2014. Sagan af aftöku Agnesar og Friðriks mun senn birtast á hvíta tjaldinu og fleiri kvikmyndaaðlaganir á verkum Kent eru í bígerð. Má þar nefna bókina The Good People (2016) og kvikmyndina Run Rabbit Run sem er í framleiðsluferli.
Hannah Kent er einn af stofnendum tímaritsins Kill Your Darlings. Hún hefur einnig skrifað fyrir The New York Times, The Saturday Paper, The Guardian, the Age, the Sydney Morning Herald, Meanjin, Qantas Magazine og LitHub.
Viðburðir með Hönnuh Kent: