Skip to main content

Kynning á íslenskum bókmenntum

Á Bókmenntahátíð í Reykjavík hefur verið staðið fyrir sérstökum kynningum á íslenskum bókmenntum gagnvart erlendum útgefendum síðan árið 2000. Hingað til lands hefur fjöldi áhugasamra útgefenda frá öllum heimshornum komið í útgefendaprógrammið og heillast af íslenskum samtímabókmenntum. Í kjölfar þessara heimasókna hafa bækur margra íslenskra höfunda komið út á erlendum tungumálum.

Þetta prógramm kallast Reykjavík Fellowship Program og njóta svona prógrömm síaukinna vinsælda víða um heim. Dagskráin fer fram samhliða hátíðinni og er skipulagt af henni með góðum stuðningi Miðstöðvar íslenskra bókmenntaFélags íslenskra bókaútgefendaMennta- og menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkur, bókmenntaborgar UNESCO.

Fyrir árið 2019 voru umsóknir hátt í 80 talsins og ljóst að áhugi á þátttöku er mikill. Opnað verður fyrir umsóknir í 2021 prógrammið um miðjan október.