Á Bókmenntahátíð í Reykjavík hafa höfundar stundum heimsótt lesendur heim eða tekið þátt í umræðum leshringja. Í ár heimsótti sænski höfundurinn Nina Wähä leshringinn Skruddurnar og fékk afar góðar móttökur þar.
Leshringurinn hafði þá nýlokið við að lesa Ættarfylgjuna og spunnust líflegar umræður um efni bókarinnar og efnistök höfundarins.