Skip to main content
21. apríl, 2023
14:00

Norski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Åsne Seierstad er hér í samtali við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og fulltrúi UN Women í Afganistan um stöðu mála þar í landi, sérstaklega um stöðu kvenna og  mannréttindamála almennt. Åsne Seierstad hefur dvalið í Afganistan og skrifaði um reynslu sína þar. Bóksalinn í Kabúl varð metsölubók víða um heim og nú, 20 árum eftir útgáfu hennar, er nýlega komin út bókin Afgahnerne en í henni segir Åsne frá örlögum þessa lands í gegnum frásagnir af þremur einstaklingum. Ingibjörg Sólrún býr yfir mikilli þekkingu um Afganistan eftir störf sín í landinu fyrir UN Women og hefur einstaka innsýn í stöðu mannréttindamála og ástandið í Afganistan sem hún mun miðla hér og ræða við Åsne Seierstad um.

Viðburðurinn fer fram á ensku.