Skip to main content
21. apríl, 2023
13:00

Dina Nayeri flúði heimaland sitt, Íran, ung að aldri með móður sinni og bróður. Hún hefur skrifað á áhrifamikinn hátt um uppeldi sitt, líf móður sinnar, flótta, bið og aðlögun. Hér situr hún fyrir svörum um bók sína Vanþakkláta flóttamanninn undir yfirskriftinni Hverjum er trúað? Gauti Kristmannsson prófessor í þýðingafræði við Háskóla Íslands hefur umsjón með dagskránni.

Viðburðurinn fer fram á ensku.