Skip to main content
9. september, 2021
17:00

Fimmtudagur 9. september

Kl. 17:00

Off Venue – Iðnó

Í tilefni tíu ára afmælis Reykjavíkur sem Bókmenntaborgar UNESCO hugleiddu fjórtán höfundar pistla um bókmenntir og sköpun frá persónulegu sjónarhorni. Þessu afmælisriti er ætlað að ýta undir vangaveltur um erindi skáldskaparins og stöðu hans í íslensku samhengi um leið og við sem lesendur fáum innsýn í þankagang höfundanna og sjálft sköpunarferlið. Pistlarnir eru eins ólíkir og höfundarnir eru margir, þeir eru sjálfsævisögulegir, skáldlegir, greinandi eða allt í senn. Ritið er gefið út af bókaútgáfunni Benedikt í samstarfi við Bókmenntaborgina.

Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, og rithöfundurinn Mazen Maarouf, sem er einn höfundanna, koma fram. Höfundar: Alexander Dan, Angela Rawlings, Auður Ava Ólafsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Bergsveinn Birgisson, Elías Knörr, Gerður Kristný, Hallgrímur Helgason, Hildur Knútsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Mazen Maarouf, Steinar Bragi, Steinunn Sigurðardóttir, Yrsa Sigurðardóttir. Ritstjóri: Kjartan Már Ómarsson.