Skip to main content
11. september, 2021
12:00

Laugardagur 11. september

Kl. 12:00

Norræna húsið

Þær frásagnir sem birtast okkur í hversdeginum eru oft á tíðum fremur einsleitar. Hlutverk bókmennta hlýtur þó að einhverju leyti að hverfast um að opna heiminn frekar, að miðjusetja raddir af jaðrinum og skapa skilning. Ábyrgð hverra er það að skrifa slíkar bækur? Þarf höfundur sjálfur að vera jaðarsettur til þess að fjalla um viðfangið, eða er krafan á jaðarhópa um að útskýra sig í sífellu ósanngjörn? Í þessu pallborði verða sögur af jaðrinum ræddar. Leila Slimani, Nina Wähä og Bergþóra Snæbjörnsdóttir hafa allar á einn eða annan hátt fjallað um fólkið á jaðrinum, hvort sem það er landfræðilega, samfélagslega eða andlega. York Underwood stjórnar pallborðinu.