Skip to main content
9. september, 2021
15:30

Fimmtudagur 9. september

Kl. 15:30

Norræna húsið

Fyrir tíu árum síðan var Ísland heiðursgestur á Bókasýningunni í Frankfurt, stærstu bókasýningu í heimi. Verkefnið bar heitið Sögueyjan Ísland og vakti mikla athygli, bæði í Þýskalandi og á bókamessunni sjálfri. Við þetta tækifæri verður litið um öxl og rætt hvort, og þá hvernig, verkefnið gagnaðist íslenskum bókmenntum á erlendri grundu. Enn fremur verður rætt um framtíðarsýn Bókasýningarinnar í Frankfurt og gestalandsprógrammsins.

Opnunarávarp flytur Christopher MacLehose, útgefandi hjá Mountain Leopard Press. Þátttakendur í umræðum er Juergen Boos forstjóri Bókasýningarinnar í Frankfurt, Regina Kammerer útgefandi hjá btb og Luchterhand í Þýskalandi, Tina Flecken þýðandi íslenskra bóka á þýsku og Halldór Guðmundsson sem stjórnaði heiðursþátttöku Íslands. Thomas Böhm blaðamaður og útgefandi stýrir umræðum. Kynnir er Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík. 

Að loknum viðburði býður Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands á Íslandi, til móttöku.