Skip to main content
9. september, 2021
13:00

Fimmtudagur 9. september

Kl. 13:00

Norræna húsið

Hvar liggja mörkin á milli skáldskapar og raunveruleika? Hver er staða höfundarins gagnvart hinum óljósu mörkum ímyndunar og sannleika, fantasíu og staðreynda? Skáldsagan Arv og miljö er líklega þekktasta verk Vigdisar Hjorth og hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Í henni fjallar Hjorth um konu sem stendur í erfðadeilu við fjölskyldu sína og ofbeldi æskuára aðalpersónunnar. Sterklega er gefið í skyn að bókin sé að hluta til byggð á lífi höfundarins, en látið er liggja á milli hluta hversu langt það nær.

Saša Stanišić vakti mikla athygli fyrir ferska nálgun, frumlega notkun tungumálsins og fjörlegan frásagnarhátt. Hann hefur meðal annars skrifað um eigin reynslu í skáldsögum sínum, um upplifun ungs drengs af Bosníustríðinu sem leitar skjóls í sögum og frásögnum. Fríða Ísberg stýrir umræðunum.