Hver fer með vald og hvernig er því beitt? Hér ræða þau Colson Whitehead, Natasha S. og Kristín Eiríksdóttir um birtingarmyndir valds, í bókmenntum sem í raunveruleikanum, við Silju Báru Ómarsdóttur prófessor við Háskóla Íslands.
Stórstjarnan Colson Whitehead hefur hlotið Pulitzer-verðlaunin tvisvar sinnum fyrir skáldsögur sínar sem segja frá reynsluheimi Bandaríkjamanna af afrískum uppruna. Kristín Eiríksdóttir er ein áhugaverðasta rödd íslenskra bókmennta, en hún hefur skrifað á eftirminnilegan hátt um ofbeldi og margþættar birtingarmyndir valdamisræmis. Natasha S. vakti mikla athygli fyrir fyrstu ljóðabók sína, Máltaka á stríðstímum, þar sem fjallað er um þá reynslu að fylgjast með úr fjarska á meðan heimaþjóð manns ræðst inn í annað ríki.
Viðburðurinn fer fram á ensku.