Skip to main content
22. apríl, 2023
09:00

Alþjóðleg ráðstefna um útgáfumál og réttindasölu og hvaða tækifæri eru framundan á þeim vettvangi. Til máls taka Edward Nawotka ritstjóri tímaritsins Publishers’ Weekly, Cristina Gerosa útgáfustjóri hjá ítölsku útgáfunni Iperborea sem hefur gefið út fjölda íslenskra rithöfunda og Sherif Bakr útgáfustjóri hjá Al Arabi útgáfunni í Egyptalandi.

Í pallborði verða Madlen Reimer frá S. Fischer í Þýsklandi, Martin Grae Jørgensen frá Turbine í Danmörku, Emma Raddatz frá Archipelago Books í Bandaríkjunum og Halldór Guðmundsson stjórnarformaður Forlagsins.

Heiðar Ingi Svansson formaður Fíbút flytur ávarp og kynnir og stjórnandi umræðna er Porter Anderson, ritstjóri tímaritsins Publishing Perspectives.

Húsið opnar kl. 9.00 en ráðstefna hefst kl. 9.30.

Viðburðurinn fer fram á ensku.