11. september, 2021
16:00
Laugardagur 11. september
Kl. 16:00
Veröld – hús Vigdísar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra afhendir Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness. Þetta er í annað skipti sem verðlaunin eru afhent en þau eru veitt alþjóðlega þekktum höfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma.
Elif Shafak veitir verðlaunum viðtöku og flytur fyrirlestur Halldórs Laxness. Í valnefnd verðlaunanna sátu Ian McEwan handhafi Bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness árið 2019, Eliza Reid forsetafrú og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík.