Snædís hefur umsjón með samfélagsmiðlum hátíðarinnar og hefur tekið þátt í skipulagningu hennar frá árinu 2021. Hún er menntuð í bókmenntum og hefur fengist við ýmis ritstörf og blaðamennsku, m.a. sem gagnrýnandi á Morgunblaðinu og fyrir Reykjavík – Bókmenntaborg UNESCO. Snædís er einn stofnenda Leirburðar, tímarits bókmenntafræðinema, sem komið hefur út árlega að vori frá árinu 2019.