Skip to main content
10. september, 2021
19:00

Föstudagur 10. september

Kl. 19:00

Iðnó

Loftslagsváin vofir yfir og er samofin samvisku mannsins. Loftslagshamfarir af mannavöldum kalla á skjót og sterk viðbrögð. Hvernig er hægt að skrifa um aðsteðjandi ógn sem allir jarðarbúar þurfa að horfast í augu við? Hér verður umhverfi og samviska til umfjöllunar. Patrik Svensson er sænskur blaðamaður og höfundur bókarinnar Álabókin, sagan um heimsins furðulegasta fisk, en lífsafkomu álsins stendur ógn af breytingum á lífríki hafsins. Egill Bjarnason er blaðamaður og höfundur og hefur fjallað um Ísland í fjölmiðlum víða um heim. Nýverið gaf hann út bókina How Iceland Changed the World: The Big History of a Small Island. Fyrr á árinu gaf Sverrir Norland út bókina Stríð og kliður þar sem tækni, sköpun og loftslagsvá eru til umræðu. Pallborði stjórnar Þorvaldur Sigurbjörn Helgason.