Skip to main content

Sverrir Norland

Eftir ágúst 23, 2021september 5th, 2021Gestir

Sverrir Norland hefur sinnt margbreytilegum störfum á sviði bókmennta og lista. Hann hefur fengist við skrif, þýðingar, fyrirlestra og bókmenntagagnrýni og hefur gefið út ljóðabækur, smásögur og skáldsögur í fullri lengd ásamt því að vera reglulegur gagnrýnandi hjá Kiljunni. Sverrir rekur útgáfuna AM forlag ásamt konu sinni, Cerise Fontaine. Ellefta bók hans, Stríð og kliður vakti athygli fyrir persónulega nálgun að stórum málefnum samtímans: tækni, sköpun og loftslagsvánni. 

Sverrir tekur þátt í dagskrá um umhverfissmál sem kallast Umhverfi og samviska.