Skip to main content
10. september, 2021
16:00

Föstudagur 10. september

Kl. 16:00-17:30

Norræna húsið

Smásögur heimsins komu út í fimm bindum á árunum 2016 til 2020 í ritstjórn Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur, Jóns Karls Helgasonar og Rúnars Helga Vignissonar. Í bindunum er að finna 94 sögur frá 75 löndum og taka þau yfir sex álfur heimsins, að undanskildu Suðurskautslandi: Evrópu, Afríku, Asíu og Eyjaálfu, Rómönsku Ameríku og Norður-Ameríku. Um er að ræða eitt stærsta þýðingarverkefni seinni ára hér á landi þar sem 45 þýðendur lögðust á eitt og þýddu sögur úr sextán tungumálum. 

Innlegg verða frá Einari Fal Ingólfssyni, Sigrúnu Ástríði Eiríksdóttur og fjórum nemendum úr ritlist og almennri bókmenntafræði, þeim Árna Árnasyni, Elínu Eddu Þorsteinsdóttur, Marteini Knaran Ómarssyni og Vilborgu Bjarkadóttur. Viðburður fer fram á íslensku.