Sænski rithöfundurinn Nina Wähä hefur gefið út þrjár skáldsögur í heimalandi sínu og er auk þess leikkona og söngkona í indie rokkbandinu Lacrosse.
Þriðja skáldsaga Ninu Wähä, Ættarfylgjan, kom út í Svíþjóð árið 2019 og hlaut einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur lesenda. Sagan sló rækilega í gegn það árið, hún var meðal annars tilfefnd til fjögurra helstu bókmenntaverðlauna Svía, þ.á.m. August-priset og hreppti Sveriges Radio Romanpris.
Ættarfylgjan kom út í íslenskri þýðingu Tinnu Ásgeirsdóttur árið 2020 og hefur einnig hlotið góðar viðtökur hér á landi. Sagan segir frá hinni skrautlegu Toimi-fjölskylda sem býr við nyrstu landamæri Finnlands og Svíþjóðar og einkennist sagan af mikilli frásagnargleði þar sem gleði og sorg vega salt.