
Thomas Korsgaard er danskur rithöfundur sem sló í gegn einungis 21 árs gamall með bókinni Hvis der skulle komme et menneske forbi sem var fyrsta bók í þríleik sem er mjög innblásinn af lífi höfundarins, erfiðum heimilisaðstæðum og uppvexti. Fyrir þríleikinn, sem auk fyrstu bókarinnar, inniheldur verkin En dag vil vi grine af det og Man skulle nok have været der hefur Korsgaard hlotið fjölda verðlauna, meðal annars helstu bókmenntaverðlaun Dana. Honum hefur verið lýst sem athyglisverðasta höfundi Danmerkur og einum mesta hæfileikahöfundi sem skrifar á dönsku. Korsgaard var um tíma heimilislaus og bjó á götunni þegar hann skilaði af sér sínu fyrsta handriti.