Skip to main content

Pajtim Statovci

Pajtim Statovci er fæddur í Kosovo og er af albönskum uppruna. Sem barn flúði hann Júgóslavíustríðið og fjölskyldan settist að í Finnlandi. Fyrir fyrstu skáldsögu sína, My Cat Yugoslavia, hlaut hann Helsingin Sanomat bókmenntaverðlaunin fyrir bestu frumraunina og alþjóðleg bókmenntaverðlaun, Internationaler Literaturpreis, árið 2024. Önnur skáldsaga hans, Crossing, var tilnefnd til National Book Award í Bandaríkjunum, en þriðja skáldsaga hans, Bolla hlaut æðstu bókmenntaverðlaun Finnlands, Finlandia-verðlaunin og varð hann þar með yngstur allra til að hljóta þau virtu verðlaun. Árið 2021 var Bolla valin ein af fimm bestu skáldsögum ársins af LA Times, auk þess að vera tilnefnd til Kirkus-verðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.