
Kuluk Helms er listakona sem stendur á mörkum tveggja menningarheima. Hún á grænlenska móður og danskan föður og býr og starfar í Danmörku. Hún er gjörningalistamaður, grímudansari, ljóðskáld, leikari og kennari sem hefur vakið athygli fyrir líflega og skemmtilega sviðsframkomu. Hún gaf út ljóðabókina Min sjæl har vokseværk árið 2023 og stundar doktorsnám við CEARC, Université Paris-Saclay þar sem rannsóknarverkefni hennar er aðgengi að menningu út frá sjónarhóli Inúíta.