Skip to main content

Knut Ödegaard

Norska ljóðskáldið Knut Ødegård gaf út sína fyrstu ljóðabók árið 1967 og hefur síðan gefið út 18 ljóðabækur. Hann hefur einnig skrifað skáldsögur, smásögur, barnabækur, ritgerðir, leikrit og fræðibækur (þar af þrjár um Ísland). Hann er eitt víðlesnasta skáld norska samtímabókmennta og hafa ljóðabækur hans komið út á meira en 40 tungumálum. Hann hefur einnig verið ötull þýðandi sjálfur og þýtt fjölmarga höfunda úr íslensku, þar á meðal Gerði Kristnýju sem einmitt þýðir ljóðabók Ödegaards sem er væntanleg til útgáfu hjá Forlaginu í vor. Knut Ödegaard var forstjóri Norræna hússins um árabil og einn af stofnendum Alþjóðlegrar bókmenntahátíðar í Reykjavík ásamt Thor Vilhjálmssyni og Einari Braga.