Khaled Khalifa er sýrlenskur rithöfundur og einn helsti höfundur arabískrar tungu. Hann er fæddur í Aleppó í Sýrlandi. Hann lagði stund á lögfræði í háskóla, er ljóðskáld, gaf út tímarit lengi og hefur skrifað handrit að sjónvarpsþáttum, heimildamyndum og kvikmyndum.
Umfjöllunarefni Khalifa eru af ýmsum toga en stríðið og ástandið í Sýrlandi er áberandi í verkum hans. Árið 2019 kom út á íslensku bókin Dauðinn er barningur í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Sagan segir frá þremur systkinum sem þurfa að flytja lík föður síns en vegna stríðins og þátttöku föðursins í andspyrnunni verður þessi líkflutningur hinn flóknasti.
Dauðinn er barningur er bæði hjartnæm og kolsvört gamansaga. Hún hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna, til dæmis bæði Booker International og National Book Award í Bandaríkjunum.