Júlía Margrét Einarsdóttir er með MA gráðu í ritlist frá Háskóla Íslands og MFA gráðu í handritagerð frá New York Film Academy. Júlía hefur skrifað og gefið út fjölmargar smásögur, örnóvellu hjá Partus press og gegnt hlutverki Hinsegin skálds hinsegindaga 2015. Hún sló eftirminnilega í gegn með sinni fyrstu skáldsögu, Drottningunni á Júpíter (2018). Árið 2021 kom út skáldsagan Guð leitar að Salóme sem lifnar við á sviði á Landnámssetrinu vorið 2023. Samhliða skrifum starfar Júlía við dagskrárgerð í útvarpi.
Viðburður með Júlíu Margrét Einarsdóttur: