Skip to main content

Hervé Le Tellier

Hervé Le Tellier er franskur rithöfundur og málvísindamaður sem hóf feril sinn sem vísindablaðamaður. Hann tilheyrir hópi rithöfunda og stærðfræðinga sem kallar sig Oulipo en hópurinn beitir ákveðnum aðferðum við skrifin. Þessum hópi hafa höfundar á borð við Italo Calvino og Georges Perec. Le Tellier gaf út sína fyrstu bók árið 1991 en þekktastur er hann fyrir L’Anomalie sem kom út árið 2020 og hlaut Goncourt-verðlaunin sama ár. Engin Goncourt-verðlaunabók hefur selst hraðar en L’Anomalie og útgáfurétturinn var seldur til 45 landa. Hervé Le Tellier ritar greinar í ýmis blöð og tímarit og hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir skrif sín um gervigreind. Le Tellier lagði stund á íslenskunám á árum áður.