
Hernan Diaz er margverðlaunaður metsöluhöfundur. Hann er fæddur í Argentínu en uppalinn í Svíþjóð en býr nú og starfar í Bandaríkjunum. Hann hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsöguna Trust, sem var valin ein af 100 bestu bókum 21. aldarinnar af The New York Times. Sjónvarpsrétturinn hefur verið seldur og mun Kate Winslet leika eitt aðalhlutverkanna. Fyrri skáldsaga Diaz, In the Distance, var tilnefnd til Pulitzer-verðlaunanna og PEN/Faulkner-verðlaunanna. Verk hans hafa verið þýdd á hátt í fjörutíu tungumál. Hernan Diaz hefur einnig skrifað um argentínska skáldið og rithöfundinn Jorge Luis Borges.