Skip to main content

Guðrún Eva Mínervudóttir

Guðrún Eva Mínervudóttir

Guðrún Eva er fædd í Reykjavík árið 1976 en alin upp víðs vegar um landið, meðal annars í Mosfellssveit, á Kirkjubæjarklaustri og í Garði í Gerðahreppi. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1996 og útskrifaðist árið 2007 frá Háskóla Íslands með BA-gráðu í heimspeki.

Guðrún Eva hefur fjórum sinnum verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og fékk þau árið 2011 fyrir skáldsöguna Allt með kossi vekur. Árið 2019 hlaut hún Fjöruverðlaunin fyrir smásagnasafnið Ástin Texas og árið 2021 var hún tilnefnd til Norrænu bókmenntaverðlaunanna fyrir skáldsöguna Aðferðir til að lifa af. Fyrir nýjustu skáldsögu sína, Í skugga trjánna, hlaut hún Bókmenntaverðlaun bóksala. Samhliða ritstörfunum hefur Guðrún Eva starfað sem ritlistarkennari við Listaháskóla Íslands.

Ljósmynd: Elene Torre