Skip to main content

Gerður Kristný

Gerður Kristný er stórtækur penni og einn af ástsælustu höfundum Íslands. Hún hefur sent frá sér bækur af ýmsum toga, barnabækur, skáldsögur, smásögur og viðtalsbók, svo fátt eitt sé nefnt, en verk hennar skipta tugum. Þekktust er hún fyrir ljóðabækur og -bálka. Gerður hefur unnið til margvíslegra verðlauna, meðal annars voru henni veitt Blaðamannaverðlaun Íslands fyrir Myndin af pabba – Saga Thelmu, og tók hún árið 2020 við Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar, sem veitt eru þeim sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn. Gerður Kristný var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir ljóðabækurnar Höggstað og Sálumessu, og hlaut þau verðlaun fyrir Blóðhófni, sem jafnframt var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Read Hour: Ósýnilega barnið

Ljóðakvöld

Myrkur og meinlegir skuggar