Skip to main content

Elif Shafak

Elif Shafak er verðlaunarithöfundur, af bresku og tyrknesku þjóðerni. Hún hefur gefið út nítján bækur, þar af tólf skáldsögur. Hún er metsöluhöfundur í mörgum löndum og verk hennar hafa verið þýdd á ein fimmtíu og fimm tungumál. Skáldsaga hennar, 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröld, var tilnefnd til Booker-verðlaunanna og RSL Ondaatje-verðlaunanna. Bókin var einnig valin bók ársins hjá Blackwell. Hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, er bók hennar The Forty Rules of Love á lista yfir þau 100 verk sem hafa mótað þann heim sem við þekkjum. Bókin The Architect’s Apprentice varð fyrir valinu við stofnun bókaklúbbs hertogaynjunnar af Cornwall, The Reading Room. Shafak er með doktorspróf í stjórnmálafræðum og hún hefur stundað kennslustörf við ýmsa háskóla í Tyrklandi, Bandaríkjunum og Bretlandi, þar á meðal við skóla heilagrar Önnu, háskólanum í Oxford, þar sem hún er heiðursfélagi. Hún er einnig með doktorspróf í bókmenntum frá Bard-skólanum.

Shafak er félagi í Konunglega bókmenntafélaginu og varaformaður þess. Hún var meðlimur í Weforum – alheimsráði um skapandi hagfræði – og hún er stofnfélagi ECFR (Evrópsks ráðs um erlend samskipti). Hún hefur beitt sér fyrir kvenréttindum, og einnig réttindum og tjáningarfrelsi LGBTQ-hópa. Shafak tjáir sig einnig í áhrifaríkum framsögum, og hefur tvívegis verið ræðumaður TED á heimsvísu. Shafak tekur þátt í merkum útgáfuverkefnum víða um heim og hlaut æðstu menningarverðlaun Frakka, orðuna „Chevalier de l’Ordre des Arts et des Lettres“. Árið 2017 tilnefndu blaðamannasamtökin Politico hana sem eina þeirra tólf einstaklinga, „sem geta veitt manni kjark þegar hans er sárlega þörf.“ Shafak hefur verið í dómnefnd margra bókmenntaverðlauna, þar á meðal Nabokov-verðlauna PEN, og verið í forsvari fyrir Wellcome-veðlaunin.

Tvær bóka Shafak hafa komið út á íslensku. Heiður í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur kom út árið 2014 og nýjasta bók Shafak kom út í þýðingu Nönnu Þórsdóttur á þessu ári. Það er bókin 10 mínútur og 38 sekúndur í þessari undarlegu veröldBókin segir frá lífi vændiskonu í Istanbúl og var þessi bók meðal annars tilnefnd til Booker-verðlaunanna.

 

Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness.