
Einar Lövdahl er fæddur í Bandaríkjunum árið 1991 en uppalinn í Reykjavík frá fimm ára aldri. Hann er íslenskufræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og hefur einkum starfað sem blaðamaður og textasmiður á auglýsingastofu. Að auki hefur hann fengist við tónlist og gefið út frumsamið efni með hljómsveitinni LØV & LJÓN ásamt því að semja texta fyrir aðra flytjendur, svo sem Julian Civilian (Skúla Jónsson), Jóhönnu Guðrúnu, Jón Jónsson og GDRN.
Árið 2018 kom út Aron – sagan mín, frásögn Aron Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða karlalandsliðsins í knattspyrnu, sem var skrásett af Einari og gefin út af Fullu tungli. Fyrsta skáldverk Einars Lövdahl, smásagnasafnið Í miðju mannhafi, var önnur tveggja bóka sem báru sigur úr býtum í handritasamkeppni Forlagsins, Nýjar raddir, árið 2021. Nýjasta verk Einars er skáldsagan Gegnumtrekkur (2024).