Skip to main content

Dinçer Güçyeter

Dinçer Güçyeter er þýskt ljóðskáld ritstjóri og útgefandi hjá ELIF Verlag sem hefur sérhæft sig í útgáfu ljóðabóka. Hjá ELIF Verlag hafa verk fjölmargra íslenskra ljóðskálda komið út á þýsku. Güçyeter hefur gefið út tvær ljóðabækur og eina skáldsögu og hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín, meðal annars bókmenntaverðlaun bókasýningarinnar í Leipzig. Ljóðabókin Prinsinn minn, ég er gettóið kemur út í íslenskri þýðingu Gauta Kristmannssonar hjá Tungl forlagi.