Skip to main content

Claire Keegan

Claire Keegan er írskur rithöfundur sem hefur notið mikilla vinsælda um heim allan fyrir verk sín sem hafa verið þýdd á meira en 30 tungumál. Keegan er margverðlaunuð fyrir verk sín og var bókin Smámunir sem þessir meðal annars valin besta bók 21. aldar af blaðinu New York Times. Eftir henni var jafnframt gerð vinsæl bíómynd. Smámunir sem þessir kom út á íslensku hjá Bjarti í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur sem einnig þýddi bókina Fóstur. Keegan er þekkt fyrir einstaklega knappan stíl og hún skrifar bæði skáldsögur og smásögur.