
Caterina Zaccaroni er fædd á Ítalíu en hefur búið víða um heim. Hún lærði þýskar bókmenntir og kenndi þær, lagði stund á píanóleik og hefur starfað sem handritshöfundur og þýðandi. Zaccaroni hefur lengi starfað í bókaútgáfu og sinnir nú starfi bókmenntaskáta (e. literary scout). Zaccaroni gaf nýverið út ævisögu sína þar sem hún segir frá lífshlaupi sínu og fjölskyldu sinnar.