Skip to main content

Camila Sosa Villada

Camila Sosa Villada er argentínsk leikkona, söngkona, baráttukona og rithöfundur sem slegið hefur í gegn um hinn spænskumælandi heim. Áður starfaði hún í kynlífsiðnaði. Frumraun höfundar,Drottningarnar í garðinum kom út í íslenskri þýðingu Birtu Þórhallsdóttur hjá Benedikt bókaútgáfu. Fyrir bókina hlaut Villada fjölda verðlauna og verkið var valið bók ársins 2019 hjá fjölmörgum tímaritum og dagblöðum.