Skip to main content

Annette Bjergefeldt

Annette Bjergefeldt er dönsk söngkona, lagahöfundur, píanóleikari og rithöfundur sem hefur vakið mikla athygli fyrir líflegar og heillandi skáldsögur. Að auki er hún margverðlaunuð fyrir tónlist og hefur verið tilnefnd til Grammy-verðlauna. Bókin Ferðabíó hera Saitos var á lista Politiken yfir bestu bækur ársins þegar hún kom út og bókinni hefur verið lýst sem einhvers konar blöndu af Isabel Allende og Cinema Paradiso. Bókin er væntanleg í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar hjá Forlaginu.