
Abdulrazak Gurnah hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2021. Hann er höfundur tíu skáldsagna sem hafa verið tilnefndar til fjölmargra verðlauna. Á íslensku hefur komið út bókin Paradís í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur hjá Angústúru. Gurnah er fæddur í Zanzibar. Hann var prófessor í ensku við Háskólann í Kent og sat í dómnefnd Booker-verðlaunanna árið 2016. Hann býr í Canterbury og mun fljótlega senda frá sér nýja skáldsögu sem ber titilinn Theft.