Skip to main content

Viðburðir 2024 og 2025

Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness verða veitt í fjórða skiptið í september 2024. Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov hlaut þau árið 2022 og hélt við það tilefni Fyrirlestur Halldórs Laxness. Að verðlaununum standa forsætisráðuneytið, menningar- og viðskiptaráðuneytið, Íslandsstofa, Gljúfrasteinn, Forlagið og Bókmenntahátíð í Reykjavík.

Bókmenntahátíðin í Reykjavík fer næst fram dagana 23.-27. apríl 2025 en þá verða liðin 40 ár síðan hátíðin var haldin í fyrsta skipti. Undirbúningur er þegar hafinn og búast má við fjölbreyttri og líflegri dagskrá í borginni.