Salman Rushdie tók við Alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness föstudaginn 13. september síðastliðinn. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra afhenti honum verðlaunin og á eftir spjölluðu þau Halla Oddný Magnúsdóttir og Halldór Guðmundsson við Rushdie á sviði.
Viðburðurinn var afar vel sóttur af áhugasömum lesendum. Bóksala var á staðnum en Rushdie hafði áritað bækur sem voru seldar á viðburðinum. Það var mikið gleðiefni að fá Salman Rushdie hingað til lands í svona vel lukkaða heimsókn.