Ný alþjóðleg bókmenntaverðlaun, kennd við Nóbelsskáldið Halldór Laxness, hafa verið sett á laggirnar. Verða þau afhent í fyrsta sinn á Bókmenntahátíð í Reykjavík nú í apríl. Að verðlaununum standa Forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðherra, Íslandsstofa, Forlagið, sem er útgefandi verka Halldórs Laxness, og Gljúfrasteinn, auk Bókmenntahátíðar í Reykjavík.